19.12.2022
Upplýsingar um afgreiðslutíma og lokanir á skrifstofum Stapa um jól og áramót.
Lesa meira
07.12.2022
Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur.
Lesa meira
02.12.2022
Fimmtudaginn 8. desember kl. 16:30 verður haldinn fulltrúaráðsfundur hjá Stapa og hafa fulltrúar fengið sendan hlekk á fundinn í tölvupósti ásamt leiðbeiningum varðandi innskráningu.
Lesa meira
24.11.2022
Fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs fer í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er meðal þess sem efnislega kemur fram í lögfræðiáliti LOGOS sem unnið var fyrir íslenska lífeyrissjóði og kynnt var á fundi þeirra fyrr í dag.
Lesa meira
14.11.2022
Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Einhugur er um samstarf vegna greiningar á stöðunni, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir sjóðfélaga.
Lesa meira
09.11.2022
Stjórn Stapa hefur boðað til rafræns fundar fulltrúaráðs, fimmtudaginn 8. desember nk. kl. 16:30
Lesa meira
02.11.2022
Á næstu dögum berast sjóðfélögum Stapa yfirlit með upplýsingum um iðgjaldahreyfingar frá útsendingu síðasta yfirlits. Yfirlitin eru nú þegar aðgengileg á sjóðfélagavef.
Lesa meira
28.10.2022
Fimmtudaginn 20. október sl. kynnti fjármálaráðherra niðurstöður skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs og næstu skref sem fyrirhugað er að ráðast í. Í framhaldi af umræddum kynningarfundi fjármálaráðherra hefur virði bréfanna lækkað. Gera má ráð fyrir því að eignavísitala sjóðsins við næsta útreikning hennar beri merki þessarar ráðstöfunar og hafi þannig áhrif á réttindi sem úrskurðuð verða á grunni hennar.
Lesa meira
26.10.2022
Fjárfestingarumhverfið hefur verið krefjandi síðustu mánuði. Það sem af er ári hefur ávöxtun Stapa verið mun lakari en þrjú árin þar á undan, sem gáfu sérstaklega góða ávöxtun. Í tilfelli lífeyrissjóða er rétt að skoða ávöxtun yfir lengra tímabil. Hvort sem horft er til 5, 10 eða 20 ára þá er ávöxtun Stapa yfir viðmiði.
Lesa meira
11.10.2022
Annað árið í röð er Ísland efst í alþjóðlegum samanburði lífeyriskerfa. Íslenska lífeyriskerfið fær A í einkunn og hlaut 84,7 stig af 100 mögulegum.
Lesa meira