Fulltrúaráðsfundur 7. desember

Fimmtudaginn 7. desember kl. 16:30 verður haldinn fulltrúaráðsfundur hjá Stapa.

Fulltrúaráðið er samkvæmt samþykktum sjóðsins skipað þeim aðilum sem voru fulltrúar launamanna og atvinnurekenda á ársfundi sjóðsins í maí síðastliðnum.

Fundurinn verður rafrænn og hafa fulltrúar fengið sendan hlekk á fundinn í tölvupósti.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Setning fulltrúaráðsfundar
    Guðný Hrund Karlsdóttir stjórnarformaður
  2. Lykilatriði úr rekstri sjóðsins 2023
    Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri
  3. Fjárfestingarstefna 2024
    Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri
  4. Önnur mál

Vinsamlega hafið samband við Einar Hólm Davíðsson ef vandamál koma upp við að tengjast fundinum, einarholm@stapi.is eða 664-3805.

Upplýsingar um framkvæmd fundarins veitir Kistín Hilmarsdóttir, kristin@stapi.is