Eignasamsetning

Verðbréfaeignir Stapa lífeyrissjóðs í árslok 2020, metnar á markaðsvirði, námu tæplega 287 mö. kr. samanborið við rúmlega 248 ma. kr. í árslok 2019

 

Eignir í árslok (ma.kr)

2020

Hlutfall í árslok 

2020

Eignir í árslok (ma.kr)

2019

Hlutfall í árslok 

2019

Ríkisskuldabréf

62,4

21,8%

69,5

28,0%

Önnur markaðsskuldabréf

50,4

17,6%

40,4

16,3%

Veðskuldabréf og fasteignir

21,4

7,5%

19,0

7,7%

Innlend hlutabréf

50,0

17,4%

37,7

15,2%

Erlend skuldabréf

8,0

2,8%

15,4

6,2%

Erlend hlutabréf 74,0

25,8%

53,7

21,6%

Sérhæfðar erlendar fjárfestingar

17,3

6,0%

8,2

3,3%

Skammtímabréf og innlán

3,3

1,2%

4,2

1,7%

Samtals

286,8

100%

248,2

100%

 

Nánari umfjöllun um einstaka verðbréfaflokka

Ríkisskuldabréf

Ríkisskuldabréf eru skuldabréf sem gefin eru út af íslenska ríkinu eða eru tryggð með ábyrgð ríkissjóðs. Ríkisskuldabréf eru stærsti einstaki eignaflokkur íslenskra lífeyrissjóða og teljast til áhættuminni eigna. Að sama skapi er vænt ávöxtun lægri en í ýmsum áhættumeiri eignaflokkum, s.s. hlutabréfum.

Önnur markaðsskuldabréf

Önnur markaðsskuldabréf eru að jafnaði áhættusamari en ríkisskuldabréf. Markmið fjárfestinga í þessum eignaflokki er að nýta hærri vexti, sem þessi bréf bera miðað við ríkisskuldabréf, til að auka ávöxtun sjóðsins. Dæmi um markaðsskuldabréf eru skuldabréf sveitafélaga og sértryggð skuldabréf.

Veðskuldabréf og fasteignir

Veðskuldabréf og fasteignir eru innlendar fjárfestingar í annað hvort í stökum veðskuldabréfum eða í sjóðum sem fjárfesta í veðskuldabréfum. Þessum eignaflokki tilheyra einnig fjárfestingar í fasteignasjóðum. 

Innlend hlutabréf

Innlend hlutabréf eru eign í hlutafé fyrirtækja með lögheimili á Íslandi. Eignin getur verið með beinum hætti (eign í hlutafé viðkomandi fyrirtækis) eða með óbeinum hætti í gegnum sjóði sem fjárfesta í innlendum hlutabréfum. Stærsti hluti safnsin er fjárfestur í hlutabréfum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands en einnig er fjárfest í fyrirtækjum sem eru utan kauphallar og teljast því óskráð.

Erlend skuldabréf

Erlend skuldabréf eru fjárfestingar í skuldabréfum útgefnum af aðilum með lögheimili utan Íslands. Oftast er um ríkisskuldabréf að ræða en einnig er fjárfest í fyrirtækjaskuldabréfum svo dæmi sé tekið og öllu jafnan eru fjárfestingar í erlendum skuldabréfum framkvæmdar í gegnum skuldabréfasjóði.

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf eru fjárfestingar í hlutafé fyrirtækja með lögheimili utan Íslands. Öllu jöfnu eru fjárfestingar í erlendum hlutabréfum framkvæmdar í gegnum hlutabréfasjóði sem fjárfesta þá í hlutabréfum sem skráð eru í erlendum kauphöllum, en einnig er fjárfest í framtakssjóðum sem fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum.

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf eru fjárfestingar í hlutafé fyrirtækja með lögheimili utan Íslands. Öllu jöfnu eru fjárfestingar í erlendum hlutabréfum framkvæmdar í gegnum hlutabréfasjóði sem fjárfesta þá í hlutabréfum sem skráð eru í erlendum kauphöllum, en einnig er fjárfest í framtakssjóðum sem fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum.

Sérhæfðar erlendar fjárfestingar

Sérhæfðar erlendar fjárfestingar eru fjárfestingar í verðbréfum sem m.a. er ætlað að draga úr verðsveiflum í erlendu eignasafni Stapa. Til fjárfestingar í þessum eignaflokki teljast m.a. fjárfestingar í marksjóðum og fasteignasjóðum. 

Skammtímabréf og innlán

Til skammtímabréfa og innlána telst lausafé sjóðsins á hverjum tíma, en það er m.a. ávaxtað í ávöxtunarsamingnum eða ríkisskuldabréfum sem eru á gjalddaga innan árs. Einnig er fjárfest í skammtímasjóðum auk þess sem hluti safnsins er ávallt á bankareikningi sjóðsins til að mæta greiðslu lífeyri.