Útgreiðslur séreignar

Vegna aldurs

Inneign í séreign er laus til útborgunar við 60 ára aldur, þó ekki fyrr en tvö ár eru liðin frá því fyrsta greiðsla barst sjóðnum. Hægt er að dreifa útgreiðslum hennar á lengra tímabil eða taka allt eða hluta út í einu lagi, allt eftir vali rétthafa.

Vegna örorku

Sjóðfélagi sem þarf að hætta störfum vegna örorku á rétt á að fá séreign sína greidda út á 7 árum. Ef innistæða er undir tilteknum mörkum er þó heimilt að greiða út eingreiðslu. Sé um að ræða minni en 100% örorku lengist tíminn hlutfallslega.

Vegna andláts

Við fráfall sjóðfélaga fellur inneign hans í séreign til erfingja hans og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga. Láti rétthafi ekki eftir sig börn eða maka, skal innistæðan renna til dánarsbús sjóðfélaga.

Sérstök útgreiðsla 

Alþingi samþykkti  þann 11. maí sl. tímabundna heimild til útgreiðslu á viðbótarlífeyrissparnaði. Hægt var að sækja um sérstaka útgreiðslu til og með 31. desember 2021. Nánari upplýsingar hér.