Kostir tilgreindrar séreignar

Af hverju tilgreind séreign?

  • Tilgreind séreign gefur kost á meiri sveigjanleika við starfslok.
  • Tilgreind séreign erfist við fráfall til erfingja og skiptist eftir erfðalögum. Láti sjóðfélagi ekki eftir sig maka eða börn greiðist inneignin beint til dánarbús viðkomandi.
  • Hægt að nýta skattfrjálst vegna kaupa á fyrstu íbúð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
  • Inneign er laus til útborgunar frá 62 ára aldri.

Réttindi í tryggingadeild

Samhengi er milli fjárhæðar greiddra iðgjalda og þeirra réttinda sem sjóðfélagi ávinnur sér í tryggingadeild. Af því leiðir að ef sjóðfélagi ákveður að ráðstafa hluta af iðgjaldi í tilgreinda séreignardeild í stað tryggingadeildar ávinnur hann sér minni tryggingaréttindi í samtryggingu en að sama skapi meiri réttindi í tilgreindri séreign.

Af hverju Stapi lífeyrissjóður?

Stapi lífeyrissjóður hefur áratuga reynslu af varfærinni eignastýringu og hefur verið að gefa góða raunávöxtun yfir langt tímabil.