Um sjóðinn

Starfssvæði Stapa lífeyrissjóðs nær frá Hrútafirði í vestri að Skeiðarársandi í austri. Sjóðurinn nær þannig til allra byggðakjarna á Norður- og Austurlandi. Sjóðfélagar eru almennt launafólk á þessu svæði, sem kemur úr ýmsum atvinnugreinum, þ.m.t. sjávarútvegi, verslun, þjónustu, iðnaði o.fl.

Starfsfólk

Hjá Stapa lífeyrissjóði starfar 21 starfsmaður.

Ársskýrslur

Ársskýrsla Stapa lífeyrissjóðs er lögð fram á ársfundi sjóðsins.

Útgefið efni

Stapi lífeyrissjóður gefur nú út fréttabréf samhliða útsendingu sjóðfélagayfirlita. 

Stjórn og endurskoðendur

Stjórn sjóðsins er skipuð átta mönnum. Fulltrúar launamanna eru kosnir af fulltrúum stéttarfélaga á ársfundi en fulltrúar launagreiðenda eru tilnefndir af samtöku atvinnulífsins. Stjórnin er kjörin á ársfundi.