Lífeyrir

Öllu starfandi fólki er skylt að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs. Með iðgjaldagreiðslum ávinnst mikilvægur réttur til eftirlauna, makalífeyris, barnalífeyris, og örorkulífeyris.

Eftirlaun

Viðmiðunar eftirlaunaaldur hjá sjóðunum er 67 ára en sjóðfélagi getur hafið töku eftirlauna frá 60 ára aldri.

Endurhæfingar- og örorkulífeyrir

Sjóðfélagi, sem misst hefur starfsorku, sem talið er skerða starfsgetu hans um 50% eða meira, á rétt á endurhæfingar- eða örorkulífeyri frá sjóðnum. 

Makalífeyrir

Við andlát sjóðfélaga öðlast maki hans rétt til makalífeyris frá sjóðunum.

Barnalífeyrir

Barnalífeyrir greiðist til barna látins sjóðfélaga og þeirra sjóðfélaga sem njóta örorkulífeyris.