Kostir séreignar

Af hverju séreign?

Séreign er dregin af launum sjóðfélaga fyrir tekjuskatt og er því skattlaus þangað til að hann er leystur út, auk þess er ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af séreign líkt og gera þarf af innlánsreikningum í bönkum. Mótframlag launagreiðanda í séreignarsjóð er 2% og jafngildir því 2% launahækkun. 

Séreignasparnaður erfist við fráfall til erfingja og skiptist eftir erfðalögum. Láti sjóðfélagi ekki eftir sig maka eða börn greiðist inneignin beint til dánarbús viðkomandi.

Inneign er laus til útborgunar við 60 ára aldur, þó ekki fyrr en tvö ár eru liðin frá því fyrsta greiðsla barst sjóðnum. Hægt er að dreifa útgreiðslum hennar eða taka út allt eða hluta í einu lagi.

Séreignasparnaður er eina sparnaðarformið sem ekki er aðfarahæft við gjaldþrot.

Af hverju Stapi lífeyrissjóður?

Stapi lífeyrissjóður hefur áratuga reynslu af varfærni eignastýringu og hefur verið að gefa góða raunávöxtun yfir langt tímabil. Hjá Stapa eru engin sölulaun og hófleg umsýslugjöld.