Bankaupplýsingar og númer sjóða
Kennitala sjóðsins: 601092-2559
Reikningsnúmer: 565-26-6969
Val er um að greiða iðgjöldin með kröfu í netbanka eða millifæra inn á reikning sjóðsins.
Númer sjóða:
L500, lögboðinn tryggingarsjóður
X501, séreignadeild
R500, lögboðinn endurhæfingarsjóður
Gjalddagi og eindagi
Samkvæmt lögum er iðgjaldagreiðslutímabil (launatímabil) ekki lengra en mánuður. Gjalddagi er tíundi dagur næsta mánaðar og eindagi er síðasti dagur sama mánaðar. Dæmi: Gjalddagi launa fyrir júní er 10. júlí og eindagi síðasti dagur júlímánaðar.
Ef iðgjöld eru ekki greidd fyrir eindaga reiknast á þau vanskilavextir frá gjalddaga til greiðsludags.
Ógreidd eldri iðgjöld
Allar greiðslur sem berast sjóðnum ráðstafast á elstu ógreiddu iðgjöld og dráttarvexti fyrst því getur yngsta skilagrein verið ógreidd að hluta ef ekki hefur verið gert upp að fullu.
Starfsemi hætt eða launþegi lætur af störfum
Launagreiðendur og sjálfstæðir atvinnurekendur skulu lögum samkvæmt tilkynna hlutaðeigandi lífeyrissjóði ef þeim ber ekki lengur að standa skil á lífeyrisiðgjaldi, þar sem þeir hafa hætt starfsemi eða launþegar þeirra hafa látið af störfum. Hægt að skila inn slíkri tilkynningu á
vef stapa og á
launagreiðendavef.