Allar upplýsingar um iðgjaldaskil og stöðu gagnvart lífeyrissjóðnum má finna á vef launagreiðenda. Þar er hægt að skoða öll skil, bæði innsendar skilagreinar og greiðslur ásamt dráttarvöxtum, séu þeir fyrir hendi.
Notendur eru hvattir til að skrá netfang í notendastillingum á vefnum til að fá nauðsynlegar tilkynningar frá sjóðnum.
Hafi launagreiðandi ekki greitt á réttum tíma eða skilað inn skilagreinum til sjóðsins má hann eiga von á ítrekunarbréfi frá sjóðnum. Verði vanskil lengri er send innheimtuviðvörun og þarf launagreiðandi að bregðast við innan 10 virkra daga til þess að komast hjá frekari innheimtu.
Áríðandi er að láta vita ef engar skilagreinar eiga að vera til Stapa fyrir áætluð tímabil. Hægt er að fylla út tilkynningu þess efnis á vef Stapa og á launagreiðendavef.
Sjóðurinn vill leggja áherslu á mikilvægi þess að launagreiðendur bregðist við innheimtubréfum frá sjóðnum, jafnvel þótt ekki sé hægt að greiða á því augnabliki og leiti samninga um framhaldið. Þannig er hægt að komast hjá óþarfa innheimtukostnaði sem hvorki er til hagsbóta fyrir launagreiðandann né lífeyrissjóðinn.
Netfang iðgjaldadeildar: idgjold@stapi.is