Það er einfalt að fylgjast með iðgjaldaskilum og stöðu gagnvart lífeyrissjóðnum á launagreiðendavef Stapa. Þar er að finna upplýsingar um öll skil, bæði innsendar skilagreinar og greiðslur, auk greiddra og ógreiddra vaxta, ef þeir eru fyrir hendi.
Tvisvar á ári, að vori og hausti, birtir sjóðurinn yfirlit um iðgjöld undir Skjöl á launagreiðendavef. Launagreiðendur með skráð netfang á vefinn fá tilkynningu í tölvupósti þegar nýtt yfirlit er birt.
Yfirlitin eru til þess að launagreiðandi geti stemmt af hreyfingar í eigin launakerfi við iðgjaldaskil til Stapa. Athugasemdir óskast gerðar innan 10 daga frá dagsetningu yfirlitsins, annars telst launagreiðandi hafa staðfest að allar greiðslur og skilagreinar sem berast áttu sjóðnum á tímabilinu séu á yfirlitinu.
Upplýsingar um hvernig sótt er um aðgang að vefnum er að finna á innskráningarsíðu launagreiðendavefs.