Stjórn sjóðsins er skipuð átta mönnum og tekur hún til allra deilda hans. Varamenn eru fjórir. Fulltrúar launamanna eru kosnir af fulltrúum stéttarfélaga á ársfundi en fulltrúar launagreiðenda eru tilnefndir af samtökum atvinnulífsins. Kjörtímabil stjórnarmanna er 2 ár og er helmingur stjórnar kjörinn á hverjum ársfundi. Fulltrúar launagreiðenda og launamanna skiptast árlega á um að fara með formennsku í stjórn.
| Frá launamönnum | Frá atvinnurekendum |
| Björn Snæbjörnsson, stjórnarformaður | Elín Hjálmsdóttir |
| Guðný Hrund Karlsdóttir | Elsa Björg Pétursdóttir (varaformaður) |
| Sigríður Dóra Sverrisdóttir | Kristinn Kristófersson |
| Þórarinn Sverrisson | Tryggvi Þór Haraldsson |
Endurskoðunarnefnd Stapa skipa Ragna Hrund Hjartardóttir, Guðný Hrund Karlsdóttir og Kristinn Kristófersson.
KPMG er löggiltur endurskoðandi reikninga sjóðsins. Innri endurskoðandi er PwC.