Fjárfestingarstefna

Eignum sjóðsins er skipt niður í eignaflokka og undirsöfn í hverjum eignaflokki, sem hverju og einu er sett sjálfstæð fjárfestingarstefna með markmiðum um áhættu og ávöxtun. Skilgreind eru vikmörk fyrir virka stöðutöku í hverjum og einum eignaflokki. Vikmörk samkvæmt fjárfestingarstefnu 2022 eru sem hér segir:

Eignaflokkar 

Vægi

10. september 2021

Markmið um vægi

í árslok 2022

Vikmörk
Ríkisskuldabréf 18,7% 15,0%

10-35%

Önnur markaðsskuldabréf 16,4% 21,5% 5-30%
Veðskuldabréf og fasteignir 6,7% 8,5%

0-15%

Innlend hlutabréf 20,4% 15,5%

10-25%

Erlend skuldabréf 3,6% 5,0%

0-20%

Erlend hlutabréf 25,3% 29,5%

10-40%

Sérhæfðar erlendar fjárfestingar 7,6% 5,0%

0-15%

Skammtímabréf og innlán 1,3% 0,0%

0-20%

 

Fjárfestingarheimildir Stapa lífeyrissjóða, sem og annarra lífeyrissjóða, er byggð á lögum 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Í lögunum er skýrt tekið fram að stjórn lífeyrissjóðs beri að „móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu.“

Í samræmi við lögin mótar stjórn Stapa lífeyrissjóðs fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestingarstefnan býr til ramma utan um eignasamsetningu sjóðsins á því ári sem fjárfestingarstefnan tekur til og skilgreinir meðal annars að hve miklu leyti sjóðnum er heimilt að fjárfesta í einstökum eignaflokkum.

Ákvörðun um eignasamsetningu skv. fjárfestingarstefnu er byggð á ítarlegu mati á þeirri þróun sem stjórn sjóðsins telur að komandi ár ber í skauti sér og byggir m.a. á greiningu á efnahagshorfum og ávöxtun eignaflokka sem og þeirri áhættu sem þeir bera með sér.

Framkvæmdastjóra, og í hans umboði fjárfestingaráði, er falið að haga eignastýringu í samræmi við fjárfestingarstefnu á hverjum tíma.

Skýrar reglur gilda um heimildir fjárfestingaráðs og stjórn Stapa lífeyrisjóðs hefur m.a. skilgreint í hvaða tilfellum eigi að afla heimildar framkvæmdastjóra og eftir atvikum stjórnar áður en ráðist er í tilteknar fjárfestingar.

Fjárfestingaráð fundar að jafnaði vikulega og formaður þess ber starfsheitið fjárfestingarstjóri. Útbúin er fundargerð eftir hvern fund sem aðgengileg stjórn sjóðsins á hverjum tíma.

Stjórn sjóðsins fær mánaðarlega upplýsingar um ávöxtun, eignasamsetningu og viðskipti samanborið við áætlun fjárfestingarstefnu og hefur þannig tök á að fylgjast með framvindu fjárfestingarstefnunnar á hverjum tíma.

Fjárfestingarstefna samþykkt af stjórn 24. nóvember 2021, uppfærð 13. maí 2022