Barnalífeyrir

Barnalífeyrir greiðist til barna látins sjóðfélaga og þeirra sjóðfélaga sem njóta endurhæfingar- og örorkulífeyris.

Barnalífeyrir greiðist til 18 ára aldurs barns. Fósturbörn og stjúpbörn, sem sjóðfélagi hefur framfært að mestu eða öllu leyti eiga sama rétt til barnalífeyris.

Barnalífeyrir er verðtryggður miðað við vísitölu neysluverðs. Barnalífeyrir með barni örorkulífeyrisþega er 5.500 krónur á mánuði og 7.500 krónur á mánuði til barns látins sjóðfélaga miðað við grunnvísitöluna 173,5.

Í desember 2016 voru ofangreindar tölur um barnalífeyri 13.901 krónur með barni örorkulífeyrisþega og 18.955 krónur til barns látins sjóðfélaga. Hafa ber í huga að þessar tölur breytast mánaðarlega.