Barnalífeyrir

  • Hvað er barnalífeyrir?

    Barnalífeyrir er af tvennum toga. Annars vegar eiga börn sjóðfélaga sem fellur frá og eru yngri en 18 ára rétt til barnalífeyris úr sjóðnum og hins vegar er greiddur barnalífeyrir með börnum sjóðfélaga sem nýtur örorkulífeyris frá sjóðnum. Um fjárhæðir barnalífeyris: sjá hér.

  • Hver eru skilyrðin fyrir greiðslu barnalífeyris?

    Skilyrðin eru að börnin séu yngri en 18 ára.

    Til að barnalífeyrir til barna látins sjóðfélaga sé greiddur þarf sjóðfélaginn að hafa verið greiðandi til sjóðsins í 24 mánuði af síðustu 36 eða sex mánuði af síðustu 12 fyrir andlátið eða notið eftirlauna eða örorkulífeyris frá sjóðnum. Auk þess þurfa iðgjaldagreiðslur til sjóðsins að hafa verið hærri en ákveðin lágmarksfjárhæð á mánuði.

    Til að barnalífeyrir sé greiddur með barni örorkulífeyrisþega þurfa iðgjaldagreiðslur hans til sjóðsins að hafa verið hærri en ákveðin lágmarksfjárhæð á mánuði og börnin þurfa að hafa verið fædd fyrir orkutap eða á næstu 12 mánuðum þar á eftir. Sjá nánar um þessi skilyrði í samþykktum sjóðsins.  

  • Hvaða börn eiga rétt á barnalífeyri?

    Barnalífeyrir greiðist vegna barna og kjörbarna sjóðfélaga sem eru yngri en 18 ára. Sama gildir um fósturbörn og stjúpbörn sem sjóðfélagi hefur framfært að mestu eða öllu leyti fyrir andlát eða orkutap. Skulu lífeyrisgreiðslur sjóðsins til slíkra barna vera hinar sömu og vera myndu, ef um börn eða kjörbörn væri að ræða. 

  • Hversu hár er barnalífeyrir?

    Fjárhæðir barnalífeyris má sjá hér.

    Barnalífeyrir sem greiddur er með barni örorkulífeyrisþega er hlutfallslega lægri ef örorkan er metin lægri en 100% og fellur niður ef orkutap er undir 50%. Ef réttur er á barnalífeyri hjá fleiri en einum lífeyrissjóði þá skiptist hann hlutfallslega á milli sjóðanna.

    Sjá nánar í samþykktum sjóðsins. 

  • Hvenær fellur barnalífeyrir niður?

    Barnalífeyrisgreiðslur, vegna látins sjóðfélaga, falla niður í næsta mánuði eftir að barn nær 18 ára aldri. 

    Barnalífeyirsgreiðslur, sem greiddar eru vegna örorku sjóðfélaga, falla niður þegar barn verður 18 ára eða ekki er lengur réttur á örorkulífeyrisgreiðslum úr sjóðnum.

  • Hver fær greiddan barnalífeyri?

    Barnalífeyrir vegna látins sjóðfélaga greiðist til barnsins. Barnalífeyrir sem greiddur er með barni örorkulífeyrisþega greiðist til lífeyrisþegans.  

  • Hvaða lög og reglur gilda um lífeyrissjóði?

    Upplýsingar um lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði má finna hér.

Sjá fleiri spurningar Sjá færri spurningar