Regluverk

Fjölmargar reglur gilda um rekstur lífeyrissjóðs, svo sem lög, reglugerðir, samþykktir, reglur settar af Fjármálaeftirliti og reglur sem sjóðurinn hefur sjálfur sett sér í starfsemi sinni. Reglur sem sjóðurinn hefur sjálfur sett sér eru ýmist reglur sem honum ber að setja í samræmi við lög eða önnur opinber fyrirmæli, eða reglur sem stjórn sjóðsins hefur sett til að formfesta starfsemi hans og skilgreina ábyrgðarsvið og heimildir starfsmanna.

 

Skipurit

 

Siðareglur

Meginhlutverk Stapa lífeyrissjóðs er að móttaka iðgjöld, ávaxta þau, greiða út lífeyri og veita sjóðfélögum góða þjónustu. Starfsmenn og stjórn sjóðsins gera sér ljósa þá ábyrgð sem fylgir því að varsla fjármuni í eigu sjóðfélaga og úrskurða um réttindi þeirra. Til að sinna því hlutverki hefur stjórn sjóðsins samþykkt siðareglur sem gilda fyrir starfsmenn og eftir atvikum stjórnarmenn. Reglurnar lýsa þeim kröfum sem sjóðurinn gerir til starfsmanna sinna og stjórnarmanna í þessu efni en þær ber að skoða með öðrum reglum, verkferlum og starfslýsingum sem gilda um starfsemi sjóðsins.

Hér má nálgast siðareglur Stapa

Hæfi lykilstarfsmanna

Lykilstarfsmaður er einstaklingur, annar en framkvæmdastjóri, sem gegnir mikilvægu starfi og hefur umboð til að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á framtíðarþróun og afkomu lífeyrissjóðsins. Stjórn Stapa lífeyrissjóðs metur hvaða starfsmenn lífeyrissjóðsins teljast vera lykilstarfsmenn. 

Hér má nálgast regur um hæfi lykilstarfsmanna

Starfsreglur stjórnar

Hér má nálgast starfsreglur stjórnar

Starfskjarastefna

Starfskjarastefna Stapa lífeyrissjóðs tekur mið af þeim reglum sem settar hafa verið um hlutafélög í ákvæðum 79. gr. laga nr. 2/1995. Starfskjarastefnan byggir á meginreglum um góða stjórnarhætti og hefur það að markmiði sjóðurinn hafi ávallt á að skipa góðu og traustu starfsliði. Með því móti vill sjóðurinn treysta þá viðleitni sína að hann veiti framúrskarandi þjónustu, hafi hagsmuni sjóðfélaga ávallt að leiðarljósi og að ætíð sé beitt vönduðum og faglegum vinnubrögðum í allri starfsemi hans. 

Hér má nálgast starfskjarastefnu Stapa

Persónuverndarstefna Stapa

Til að Stapi lífeyrissjóður geti uppfyllt skyldur sínar og hlutverk sem lífeyrissjóður er honum nauðsynlegt að afla persónuupplýsinga og vinna með þær. Um slíka vinnslu gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Stapi kappkostar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í lögum um persónuvernd við alla öflun og vinnslu persónuupplýsinga sem þörf er á í starfsemi sjóðsins. Persónuverndarstefnunni er ætlað að upplýsa um þær persónuupplýsingar sem sjóðurinn safnar, með hvaða hætti hann nýtir slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum. 

Hér má nálgast persónuverndarstefnu Stapa