Sjóðurinn býður enn sem komið er upp á eitt safn í tilgreindri séreignardeild, varfærna safnið. Í safninu er áhersla á að fjárfesta í vel seljanlegum eignum m.a. til að koma í veg fyrir að safnið lendi í erfiðleikum ef innlausnir reynast miklar.
Tilgreinda varfærna safnið er fyrir þá sjóðfélaga, sem vilja tryggja sér jafna og stöðuga ávöxtun, með hóflegri áhættu. Lykilupplýsingablað tilgreinda varfærna safnsins.
Fjárfestingarstefna Stapa - Tilgreind séreign | Varfærna safnið |
Markmið um ávöxtun | 4-7% |
Markmið um áhættu | 4-8% |
Ríkisskuldabréf* | 50% |
Önnur markaðsskuldabréf* | 10% |
Veðskuldabréf og fasteignir* | 0% |
Innlend hlutabréf* | 15% |
Erlend skuldabréf* | 5% |
Erlend hlutabréf* | 15% |
Sérhæfðar erlendar fjárfestingar* | 0% |
Skammtímabréf og innlán* | 5% |
* Markmið um vægi í árslok