Iðgjaldaskil

 

Öllum launagreiðendum ber að skila iðgjöldum til síns lífeyrissjóðs. Vefur launagreiðenda hjálpar þér að standa skil og hafa yfirsýn yfir iðgjöldin.

Iðgjaldaskil fara fram með reiknivél á launagreiðandavefnum sem sundurliðar iðgjöld í framlag launþega 4% og framlag launagreiðanda 11,5% auk þess sem 0,1% greiðast í VIRK – starfsendurhæfingarsjóð.

Framlag launþega í séreignarsjóð getur verið frá 2-4% og framlag launagreiðenda er þá 2%.

Val er um að greiða iðgjöldin með kröfu í netbanka eða millifæra inn á reikning sjóðsins.

Samkvæmt lögum skal iðgjaldagreiðslutímabil (launatímabil) eigi vera lengra en mánuður og skal gjalddagi vera tíunda næsta mánaðar. Eindagi skal vera síðasti dagur sama mánaðar og iðgjald fellur í gjalddaga. Sem dæmi er gjalddagi júnílauna 10. júlí og eindagi síðasti dagur júlímánaðar. Ef iðgjöld eru ekki greidd fyrir eindaga reiknast á þau vanskilavextir frá gjalddaga til greiðsludags.

Ef röng skilagrein hefur af einhverjum orsökum verið send inn, geta launagreiðendur óskað eftir niðurfellingu hennar. Ekki er öruggt að hægt sé að verða við slíkri beiðni, hvert tilvik er metið sérstaklega með hliðsjón af ástæðu niðurfellingar, aldri iðgjalda, aldri skilagreinar, inngreiðslu séreignar inn á lán, útsendingu sjóðfélagayfirlita og mögulega fleiri þátta.

Beiðni um niðurfellingu/bakfærslu á skilagrein