Öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi ber að greiða í lífeyrissjóð frá 16-70 ára aldurs. Launagreiðandi ber ábyrgð á að iðgjöld skili sér til sjóðsins.
Sundurliðun iðgjalda til lífeyrissjóðs:
2% mótframlag launagreiðanda í séreignarsjóð
Ef kveðið er á um aðra hlutfallstölu í kjarasamningum hafið samband við sjóðinn.
Samkvæmt lögum er iðgjaldagreiðslutímabil (launatímabil) ekki lengra en mánuður. Gjalddagi er tíunda næsta mánaðar og eindagi er síðasti dagur sama mánaðar og iðgjald fellur í gjalddaga. Dæmi: Gjalddagi launa fyrir júní er 10. júlí og eindagi síðasti dagur júlímánaðar.
Val er um að greiða iðgjöldin með kröfu í netbanka eða millifæra inn á reikning sjóðsins
Ef iðgjöld eru ekki greidd fyrir eindaga reiknast á þau vanskilavextir frá gjalddaga til greiðsludags.
Sótt er um veflykil á vef launagreiðenda. Hann er sendur í rafræn skjöl netbanka. Athugið! Nýr veflykill ógildir þann eldri.
Greiðslur í lífeyrissjóð hefjast í næsta mánuði eftir 16 ára afmæli og lýkur í þeim mánuði sem 70 árin eru fyllt. Berist greiðslur fyrir sjóðfélaga sem er yngri en 16 ára eða náð hefur 70 ára aldri eru þær lagðar inn í séreignardeild Stapa í nafni sjóðfélaga.
Netfang iðgjaldadeildar: idgjold@stapi.is