Það er afar ánægjulegt að greina frá því að nú hefur Stapi tekið í notkun nýjan launagreiðendavef með það að markmiði að auka aðgengi að upplýsingum og veita betri yfirsýn.
Launagreiðendur eru hvattir til að nota nýja vefinn og senda okkur ábendingar á idgjold@stapi.is
Eldri útgáfa verður áfram opin fram á haustið eða til 1. október 2025. Eftir þann tíma verður þeim vef lokað og því nauðsynlegt að skipta yfir fyrir þann tíma.