Greiðslubyrðarhlutfall Seðlabanka

Seðlabanki tilkynnti á fundi fjármálastöðugleikanefndar 15. júní 2022 ný viðmið við útreikning hámarks greiðslubyrðar í hlutfalli við ráðstöfunartekjur.

  • Þegar greiðslubyrðarhlutfall verðtryggðra lána er reiknað út skal reikna með 25 ára láni með 3% vöxtum, jafnvel þó sótt er um lán á lægri vöxtum og til lengri tíma.
  • Afborgun af slíku láni má að hámarki vera 35% af ráðstöfunartekjum umsækjanda en ef um fyrstu kaup er að ræða er hlutfallið 40%.
  • Einnig var tilkynnt um lækkun hámarks lána til fyrstu kaupendur úr 90% í 85%.

Lántakendur þurfa að standast kröfur Stapa um lánshæfiseinkunn og greiðslumat sem og reglur Seðlabanka um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við ráðstöfunartekjur.

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 15. júní 2022
Reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda