Greiðslubyrðarhlutfall Seðlabanka

Í samræmi við lög um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, hefur Seðlabanki Íslands sett reglur um hámark veðsetningarhlutfalls og greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda þegar nýtt fasteignalán er tekið.

  • Þegar greiðslubyrðarhlutfall verðtryggðra lána er reiknað út skal reikna með 25 ára láni með að lágmarki 3% vöxtum.
  • Afborgun af slíku láni má að hámarki vera 35% af ráðstöfunartekjum umsækjanda en ef um fyrstu kaup er að ræða er hlutfallið 40%.

Lántakendur þurfa að standast kröfur Stapa um lánshæfiseinkunn og greiðslumat sem og reglur Seðlabanka um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við ráðstöfunartekjur.

Lánþegaskilyrði fasteignalána á vef Seðlabanka Íslands