Ávöxtun

Miklar fjárfestingatekjur gerðu það að verkum að ávöxtun Stapa árið 2015 var afar góð.  Nafnávöxtun nam 11,4% samanborið við 7,3% nafnávöxtun árið 2014 og raunávöxtun var 9,2% samanborið við 6,2% árið 2014.  Raunávöxtun og nafnávöxtun sjóðsins undanfarin 10 ár er sýnd á mynd 19. Tölurnar eru miðaðar við nýjar reikningsskilareglur.

 

 

Sé horft til lengra tímabils en eins árs, líkt og eðlilegt er í tilviki lífeyrissjóðs, nemur þriggja ára raunávöxtun Stapa 4,9% og raunávöxtun s.l. 10 ár er 1,3% eins og fram kemur á mynd 20.  Undanfarin 5 ár hefur ávöxtun því verið umfram 3,5% raunávöxtunarviðmið lífeyrisjóða og einnig ef litið er yfir 20 ára tímabil. 10 ára tölurnar eru litaðar af fjármálahruni árs 2008.