Ávöxtun

Nafnávöxtun nam 18,5% árið 2021 samanborið við 13,1% nafnávöxtun árið 2020 og raunávöxtun nam 12,8% samanborið við raunávöxtun upp á 9,2% árið 2020. Tölur eru miðaðar við gildandi reikningsskilareglur og eru birtar að frádregnum kostnaði.

 

Stapi

 

Ef horft er til lengra tímabils en eins árs, líkt og eðlilegt er í tilviki lífeyrissjóðs, nemur fimm ára raunávöxtun Stapa 5,1% sem er yfir 3,5% raunávöxtunarviðmiði lífeyrissjóða. Horft til tíu ára nemur árleg raunávöxtun 4,5% en ef horft er enn lengra (tuttugu ár) er raunávöxtun sjóðsins 3,8%.

 

Stapi