Ávöxtun

Eign er ávöxtuð samkvæmt fjárfestingarstefnu eins og hún er á hverjum tíma. Stefnan er endurskoðuð að jafnaði einu sinni á ári.

Þegar smellt er á heiti safns birtist lykilupplýsingablað.

Nafnávöxtun (29.02.2024)

Deild/Safn Áhætta 2024 2023 2022 2021 2020 2019 2018
Tryggingadeild 2,26% 6,16% -4,2 18,5% 13,1% 12,9% 4,8%
Séreignardeild              
- Innlána safnið IIIIIII 0,88% 6,61% 2,3 0% 0,1% 3,4% 3,0%
- Varfærna safnið IIIIIII 3,09% 7,53% -8,0 15,0% 12,0% 14,7% 3,1%
- Áræðna safnið IIIIIII 3,24% 8,19% -9,6 19,1% 14,5% 19,1% 2,6%
Tilgreind séreignardeild              
- Varfærna safnið IIIIIII 3,01% 7,49% -7,5 12,9% 12,5% 7,7% x
* Tölur ársins 2023 og 2024 eru birtar án kostnaðar miðað við óendurskoðað uppgjör sjóðsins.
* Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Eignavísitala tryggingadeildar

Réttindasjóður sjóðfélaga hjá Stapa breytist mánaðarlega með vísitölu í samræmi við ávöxtun eigna sjóðsins. Ávöxtun skilar sér þannig beint í réttindasjóðinn i hverjum mánuði.

Stapi er eini íslenski lífeyirissjóðurinn sem styðst við þetta fyrirkomulag en það var tekið upp í janúar 2016. Hér að neðan má sjá þróun eignavisitölunnar.

 

 
Stapi

 


 

Nafnávöxtun nam -4,2% árið 2022 samanborið við 18,5% nafnávöxtun árið 2021 og raunávöxtun nam -12,6% samanborið við raunávöxtun upp á 12,8% árið 2021. Tölur eru miðaðar við gildandi reikningsskilareglur og eru birtar að frádregnum kostnaði.

 

Stapi

 

Ef horft er til lengra tímabils en eins árs, líkt og eðlilegt er í tilviki lífeyrissjóðs, nemur fimm ára raunávöxtun Stapa 3,7% sem er yfir 3,5% raunávöxtunarviðmiði lífeyrissjóða. Horft til tíu ára nemur árleg raunávöxtun 3,9% en ef horft er enn lengra (tuttugu ár) er raunávöxtun sjóðsins 3,8%.

 

Stapi