Makalífeyrir

Við andlát sjóðfélaga öðlast maki hans rétt til makalífeyris frá sjóðnum.

Ef réttur til makalífeyris stofnast þá greiðist fullur makalífeyrir að lágmarki í 36 mánuði og 50% makalífeyrir er greiddur í 24 mánuði til viðbótar. Sé maki sjóðfélaga að minnsta kosti 50% öryrki, skal greiddur makalífeyrir meðan sú örorka varir, þó ekki lengur en til 67 ára aldurs, sé eftirlifandi maki yngri en 65 ára við andlát sjóðfélaga. Makalífeyrir greiðist alltaf til 20 ára aldurs yngsta barns. Fyrir réttindi áunnin fyrir 1. janúar 2007 geta gilt ákvæði um hálfan makalífeyri til 67 ára aldurs eða ævilangan makalífeyri í samræmi við viðauka C við samþykktir sjóðsins.

Réttur til makalífeyris er 50% af eftirlauna- eða örorkulífeyrisréttindum sjóðfélagans. Auk áunninna réttinda kann maki að eiga rétt á framreikningi. Framreikningsreglur eru þær sömu og í  endurhæfingar- og örorkulífeyri.