Fjárfestingar

Eignastýring Stapa lífeyrissjóðs mótast af fjárfestingarstefnu sjóðsins sem er ákvörðuð árlega af stjórn. Markmið sjóðsins er að ná sem bestri ávöxtun að teknu tilliti til ásættanlegrar áhættutöku á hverjum tíma.

Eignasamsetning

Eignasafni Stapa lífeyrissjóðs er skipt í átta eignaflokka sem hver um sig hefur mismunandi eiginleika hvað varðar vænta ávöxtun og áhættu.

Fjárfestingarstefna

Framkvæmdastjóra, og í hans umboði fjárfestingaráði, er falið að haga eignastýringu í samræmi við fjárfestingarstefnu á hverjum tíma.

Áhættustefna

Markmið áhættustýringar hjá Stapa lífeyrissjóði er að auka líkur á að starfsemi sjóðsins, þ.e. innheimta iðgjalda, ávöxtun fjármuna og útgreiðsla lífeyris, auk upplýsingaveitu sé í góðu horfi og stuðli að bættum hag sjóðfélaga.

Ávöxtun

Stapi lífeyrissjóður er langtímafjárfestir sem hefur það að markmiði að hámarka ávöxtun til lengri tíma að teknu tilliti til áhættu.