Ávöxtunarleiðir

Sjóðurinn hefur boðið upp á þrjú söfn í séreignadeild. Í söfnunum hefur verið lögð áhersla á að fjárfesta í vel seljanlegum eignum m.a. til að koma í veg fyrir að söfnin lendi í erfiðleikum ef innlausnir reynast miklar. Einkum hefur verið fjárfest í ríkisskuldabréfum, skammtímabréfum, innlendum og erlendum verðbréfum. Söfnin eru gerð upp á markaðskröfu og hafa daglegt gengi.

Innlána safnið er fyrir þá sjóðfélaga sem vilja örugga ávöxtun og er safnið ekki háð markaðssveiflum líkt og hin söfnin. Lykilupplýsingablað innlána safnsins.

Varfærna safnið er fyrir þá sjóðfélaga, sem vilja tryggja sér jafna og stöðuga ávöxtun, með hóflegri áhættu. Lykilupplýsingablað varfærna safnsins.

Áræðna safnið er fyrir þá sjóðfélaga sem stefna að hærri ávöxtun og vilja taka nokkra áhættu. Lykilupplýsingablað áræðna safnsins.

Fjárfestingarstefna Stapa - Séreign Innlána safnið Varfærna safnið Áræðna safnið
Markmið um ávöxtun 1-3% 4-7% 6-10%
Markmið um áhættu 1-3% 4-8% 7-14%
Ríkisskuldabréf* 0% 18% 13%
Önnur markaðsskuldabréf* 0% 25% 20%
Innlend hlutabréf* 0% 20% 20%
Erlend skuldabréf* 0% 5% 5%
Erlend hlutabréf* 0% 30% 40%
Erlendir marksjóðir* 0% 0% 0%
Skammtímabréf og innlán* 100% 2% 2%
þ.a. erlend verðbréf samtals 0% 35% 45%

* Markmið um vægi í árslok