Ávöxtunarleiðir

Sjóðurinn hefur boðið upp á þrjú söfn í séreignadeild. Í söfnunum hefur verið lögð áhersla á að fjárfesta í vel seljanlegum eignum m.a. til að koma í veg fyrir að söfnin lendi í erfiðleikum ef innlausnir reynast miklar. Einkum hefur verið fjárfest í ríkisskuldabréfum, skammtímabréfum, innlendum og erlendum verðbréfum. Söfnin eru gerð upp á markaðskröfu og hafa daglegt gengi.

Fjárfestingarstefna Stapa - Séreign Innlána safnið Varfærna safnið Áræðna safnið
Markmið um ávöxtun 3-5% 6-9% 6-10%
Markmið um áhættu 1-3% 5-8% 6-10%
Ríkisskuldabréf* 0% 27% 17%
Önnur markaðsskuldabréf* 0% 26% 17%
Innlend hlutabréf* 0% 13% 20%
Erlend skuldabréf* 0% 6% 5%
Erlend hlutabréf* 0% 27% 40%
Erlendir marksjóðir* 0% 0% 0%
Innlán* 100% 1% 1%
þ.a. erlend verðbréf samtals 0% 33% 45%

* Markmið um vægi í árslok 2026