Vaxtaþróun

Stjórn Stapa tekur ákvörðun um breytingu vaxta. Hægt er að velja á milli fastra eða breytilegra vaxta.

Fastir vextir eru nú 3,3%

Fastir vextir taka ekki breytingum á lánstíma lánsins.

Breytlegir vextir eru nú 1,90% (breytast næst 1. apríl og verða þá 1,97%)

Breytilegir vextir taka breytingum yfir lánstímann. Við ákvörðun vaxta er einkum horft til ávöxtunarkröfu á skráðum verðtryggðum skuldabréfum með ríkisábyrgð, vaxtakjara á markaði á sambærilegum lánum og áhættumats sjóðsins.

Vextir eru endurskoðaðir að jafnaði fjórum sinnum á ári og gildandi vextir birtir á heimasíðu sjóðssins. 

Allar breytingar á vöxtum eru tilkynntar á heimasíðu sjóðsins a.m.k. 30 dögum áður en þær taka gildi.

Taflan hér að neðan sýnir vaxtaþróun Stapa lífeyrissjóðs frá árinu 1993.

Í almennum upplýsingum um lán og á vef Neytendastofu er hægt að finna upplýsingar og dæmi um áhrif verðlags og breytilegra vaxta á höfuðstól og greiðslubyrði lána.