Aðgangsorð að launagreiðendavef sjóðsins nefnist veflykill. Sami veflykill er einnig notaður vegna rafrænna skila á skilagreinum beint úr launakerfum (XML).
Athugið að nýr veflykill ógildir þann eldri.
Ef launagreiðandi hefur ekki áður sótt um veflykil er farið inn á launagreiðendavefinn og þar er valið Sækja um veflykill. Þá opnast gluggi þar sem kennitala launagreiðenda er skráð og smellt á Sækja um. Veflykill er þá sendur í netbanka viðkomandi fyrirtækis og ætti að birtast þar í rafrænum skjölum.
Ef launagreiðandi hefur áður sótt um veflykil er farið inn á launagreiðendavefinn og þar er valið Gleymdur veflykill. Þá opnast gluggi þar sem kennitala launagreiðenda er skráð og smellt á Sækja um. Veflykill er þá sendur í netbanka viðkomandi fyrirtækis og ætti að birtast þar í rafrænum skjölum.
Ef óskað er eftir veflykli í bréfpósti, hafðu samband í síma eða með tölvupósti idgjold@stapi.is
Á vefnum geta launagreiðendur veitt öðrum umboð. Einstaklingur með slíkt umboð hefur þannig aðgang að upplýsingum á vefnum með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Eftir að launagreiðandi hefur skráð sig inn á launagreiðendavefinn með veflykli er farið í felliglugga við nafn fyrirtækis hægra megin á skjánum og valið Aðgangsstýring. Þar er kennitala einstaklings skráð í Bæta við umboðsaðila og smellt á Bæta við umboði. Nafn einstaklingsins ætti að birtast fyrir neðan.
Launagreiðandi er ábyrgur fyrir því að taka út umboð ef þarf og er það gert á sama stað.