Ráðstöfun á iðgjaldi tilgreindrar séreignar til annars vörsluaðila

Í lögum, reglugerð og með vísan til dreifibréfs Fjármálaeftirlitsins dagsettu 7. júlí 2017, er gert ráð fyrir því að sjóðfélagi geti ráðstafað iðgjaldi sem hann velur að renni í tilgreinda séreign til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar. Form fyrir þessa ráðstöfun er nú aðgengilegt í umsóknum á vef sjóðsins.