Nánar um ársfund 2017

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 3. maí n.k. í Skjólbrekku í Mývatnssveit og hefst kl. 13:00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Setning ársfundar
  2. Skýrsla stjórnar, kynning og afgreiðsla ársreiknings og tryggingafræðilegt mat
  3. Fjárfestingarstefna sjóðsins
  4. Áhættustýring
  5. Breytingar á samþykktum
  6. Starfskjarastefna
  7. Kosning stjórnar
  8. Kosning löggilts endurskoðanda
  9. Ákvörðun um laun stjórnar
  10. Önnur mál

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs leggur til að breytingar verði gerðar á samþykktum sjóðsins á ársfundi hans.

Samkvæmt grein 10.1 í samþykktum sjóðsins skal senda aðildarfélögum tillögurnar minnst tveimur vikum fyrir ársfund. Tillögurnar hafa verið sendar aðildarfélögum og þær má jafnframt finna á heimasíðunni hér.

Önnur gögn má finna hér;