Mikilvægt að yfirfara samskiptaupplýsingar

Það styttist í útsendingu iðgjaldayfirlita. Sjóðfélagar og launagreiðendur eru því hvattir til að yfirfara samskiptaupplýsingar til að einfalda upplýsingagjöf. Stapi birtir yfirlitin tvisvar á ári, að vori og hausti.

    • Sjóðfélagar
      Meginregla hjá Stapa er að birta yfirlit rafrænt á sjóðfélagavef og í rafrænu pósthólfi á Ísland.is. Auk þess fá sjóðfélagar með skráð netfang á sjóðfélagavef tölvupóst um birtingu yfirlitanna og hnipp í gegnum Ísland.is ef samskiptaupplýsingar eru skráðar þar. Á sjóðfélagavef eru samskiptaupplýsingar skráðar undir Mínar upplýsingar og á Ísland.is undir Mínar stillingar.
    • Launagreiðendur
      Yfirlit eru eingöngu birt rafrænt á launagreiðendavef en auk þess fá launagreiðendur með skráð netfang á vefnum tölvupóst um birtingu yfirlita. Netföng á launagreiðendavef eru skráð undir Notendastillingar.