Fréttir af ársfundi sjóðsins

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn í gær, þriðjudaginn 13. maí í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf og var mæting góð. Fundarstjóri var Aðalsteinn Baldursson.

Elsa Björg Pétursdóttir, stjórnarformaður hóf fundinn á skýrslu stjórnar en Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri fór því næst yfir ársreikning og áritanir auk þess að gera grein fyrir tryggingafræðilegri stöðu. Jóna Finndís Jónsdóttir fjallaði þá um fyrirhugaðar breytingar á almannaatryggingakerfinu sem eiga að taka gildi í haust og fór sérstaklega yfir víxlverkanir lífeyrissjóða og almannatrygginga. Óli Þór Birgisson, forstöðumaður eignastýringar, fór því næst yfir fjárfestingarstefnu og ávöxtun það sem af er ári 2025. Að þvi loknu fór Jóhann Steinar yfir hluthafastefnu sjóðsins.

Stjórnarkjöri var lýst en stjórn sjóðsins var kosin á fulltrúaráðsfundi sjóðsins þann 15. apríl sl. Stjórn Stapa lífeyrissjóðs skipa í dag:

Frá launamönnum:
Björn Snæbjörnsson (stjórnarformaður), Guðný Hrund Karlsdóttir, Sigríður Dóra Sverrisdóttir og Þórarinn Sverrisson.

Varamenn: Gunnhildur Imsland og Heimir Kristinsson.

Frá launagreiðendum:
Elsa Björg Pétursdóttir (varaformaður), Elín Hjálmsdóttir, Kristinn Kristófersson og Tryggvi Þór Haraldsson.

Varamenn: Guðrún Ingólfsdóttir og Páll Snorrason.

Á fundinum lagði stjórn Stapa til að KPMG ehf. verði endurskoðandafyrirtæki sjóðsins á árinu 2025 og að Ragna Hrund Hjartadóttir yrði utanaðkomandi aðili í endurskoðunarnefnd. Hvort tveggja samþykkt samhljóða.

Jóhann Steinar fór því næst yfir starfskjarastefnu Stapa en lagðar voru fram orðalagsbreytingar á 5 tl. til að taka af allan vafa að sjóðurinn notar ekki og hyggst ekki heimila kaupauka við framkvæmd starfskjarastefnu. Tillagan samþykktar samhljóða.

Nefnd um laun stjórnar lagði til að stjórnar- og nefndarlaun hjá Stapa hækki um 3,5% í sarmæmi við almennar launahækkanir í nýlegum kjarasamningum. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Þá var nefnd um laun stjórnar einnig samþykkt samhljóða en í nefndinni sitja auk stjórnarformanns Stapa, Anna María Kristinsdóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson og Ósk Helgadóttir.

Gögn frá ársfundinum: