Yfirlit aðgengileg á vef launagreiðenda

Launagreiðendur sem skráð hafa virk netföng á vef launagreiðenda hafa fengið orðsendingu í tölvupósti þess efnis að yfirlit vegna iðgjalda sem borist hafa sjóðnum frá 1. október 2019 til 29. febrúar 2020 eru nú aðgengileg á vefnum.

Yfirlitin eru eingöngu á rafrænu formi og ekki send út á pappír nema ef sérstaklega er óskað eftir því. Þeir launagreiðendur sem kjósa að fá yfirlit send á pappír geta haft samband við Stapa í síma 460 4500 eða sent inn beiðni á netfangið idgjold@stapi.is

Við hvetjum launagreiðendur til að skrá inn virk netföng á vefinn til að auðvelda upplýsingagjöf. Skráning netfangs fer fram undir Stillingar/ Notendaupplýsingar.

Flestir sjóðfélagar eiga rétt á 11,5% mótframlagi og miðar sjóðurinn við það í útreikningum nema að upplýsingar berist um annað beint frá launagreiðanda.

Vinsamlega hafið samband við sjóðinn ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir.