Yfirlit aðgengileg á vef launagreiðenda

Launagreiðendur sem skráð hafa virk netföng á launagreiðendavefinn hafa fengið orðsendingu í tölvupósti þess efnis að yfirlit vegna iðgjalda sem borist hafa sjóðnum frá 1. janúar 2018 til 15. mars 2019 eru nú aðgengileg á vefnum.

Yfirlitin eru eingöngu á rafrænu formi og ekki send út á pappír nema ef sérstaklega er óskað eftir því. Þeir launagreiðendur sem kjósa að fá yfirlit send á pappír geta haft samband við Stapa í síma 460 4500 eða sent inn beiðni á netfangið idgjold@stapi.is

Við hvetjum launagreiðendur til að skrá inn virk netföng á vefinn til að auðvelda upplýsingagjöf. Skráning netfangs fer fram undir Stillingar/ Notendaupplýsingar.

Framlag atvinnurekenda hækkaði þann 1. júlí 2018 um 1,5% og varð þá 11,5%. Þetta var lokahækkun á mótframlagi atvinnurekenda sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins sömdu um í janúar 2016.

Flestir launagreiðendur hafa brugðist við og skila réttu mótframlagi til sjóðsins, aðrir hafa fengið áminningu og eru hvattir til að bregaðst við sem allra fyrst til að forðast innheimtukostnað. 

Þeir atvinnurekendur sem ekki greiða samkvæmt fyrrgreindum samningi eru beðnir velvirðingar á að hafa e.t.v. fengið óþarfar áminningar en eru hvattir til að hafa samband við sjóðinn til að skýra málið