Yfirlit aðgengileg á vef launagreiðenda

Launagreiðendur sem skráð hafa virk netföng á launagreiðendavefinn hafa fengið orðsendingu í tölvupósti þess efnis að yfirlit vegna hreyfinga fyrir tímabilið 1. janúar 2017 - 15. mars 2018 eru aðgengileg á vefnum. 

Yfirlitin eru eingöngu á rafrænu formi og ekki send út á pappír nema ef sérstaklega er óskað eftir því. Þeir launagreiðendur sem kjósa að fá yfirlit send á pappír geta haft samband við Stapa í síma 460 4500 eða sent inn beiðni á netfangið idgjold@stapi.is.

Í janúar 2016 var undirritaður samningur milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins þar sem m.a. var samið um þrepaskipta hækkun mótframlags launagreiðenda í lífeyrissjóð. Vegna breytinga á mótframlagi er mikilvægt fyrir launagreiðendur að fara vel yfir yfirlitin og kynna sér lög og kjarasamninga starfsmanna. Ef óljóst er hvert mótframlagið á að vera er hægt að hafa samband við stéttarfélög. 

Framlag atvinnurekenda hækkar næst þann 1. júlí 2018 um 1,5% og verður þá 11,5% skv. samningnum. Fyrir áhugasama má nálgast samninginn í heild sinni hér.

Einnig biðlum við til launagreiðenda að skrá inn virk netföng á launagreiðendavefinn til að auðvelda upplýsingagjöf. Skráning netfangs fer fram undir Stillingar/ Notendaupplýsingar.