Yfirlit 2016 nú aðgengileg á vef launagreiðenda

Nú hafa þeir launagreiðendur sem skráð hafa virk netföng á launagreiðendavefinn fengið orðsendingu í tölvupósti þess efnis að yfirlit vegna hreyfinga til september ársins 2016 séu nú aðgengileg á vefnum. 

Launagreiðendayfirlit eru eingöngu aðgengileg á rafrænu formi og ekki send út pappírsyfirlit nema sérstaklega sé óskað eftir því. Þeir launagreiðendur sem kjósa að fá yfirlit send á pappír geta haft samband við Stapa í síma 460 4500 eða sent inn beiðni á netfangið idgjold@stapi.is.

Enn minnum við á mikilvægi þess að yfirfara vel yfirlitin til að tryggja réttar upplýsingar og stöðu. Einnig biðlum við til launagreiðenda að skrá inn virk netföng á launagreiðendavefinn til að auðvelda upplýsingagjöf. Skráning netfangs fer fram undir Stillingar/ Notendaupplýsingar.

Aðgengi að launagreiðendavef er auðvelt með rafrænum skilríkum!