Verkefnastjóri tækni- og gæðamála

Stapi leitar eftir öflugum verkefnastjóra á skrifstofu sjóðsins á Akureyri til að annast upplýsingatæknimál. Verkefnastjóri mun annast rekstur og þróun upplýsingakerfa sjóðsins og bera ábyrgð á að tryggja rekstrarsamfellu þeirra. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí.

Umsækjendur skulu skila inn ítarlegri starfsferilskrá og kynningarbréfi í ráðningarkerfið Alfreð

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmdastjóri Stapa.