Vangreidd iðgjöld launagreiðenda frá ríkisskattstjóra

Samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfssemi lífeyrissjóða hefur ríkisskattstjóri eftirlit með því að lífeyrissjóðsiðgjald sé greitt vegna hvers manns sem skyldutrygging lífeyrisréttinda nær til.

Stapi hefur móttekið upplýsingar frá ríkisskattstjóra um vangreidd iðgjöld launagreiðenda vegna ársins 2017. Sjóðnum ber að innheimta iðgjöldin og hefur sent innheimtuviðvörun til þeirra sem málið varðar.

Þeir sem hafa athugasemdir er bent á að hafa samband við innheimtufulltrúa sjóðsins í s. 460-4500 eða á netfangið idgjold@stapi.is