Um miðjan desember sl. var móttaka skilagreina hjá Reiknistofu lífeyrissjóða (þjónustuaðila Stapa) sett í nýja vefþjónustu sem uppfyllir nýja öryggisstaðla. Svo virðist sem einhver launakerfi nái ekki að senda skilagreinar inn vegna öryggiskrafna og þurfi að uppfæra hjá sér þjónustu.
Tæknimenn hjá Reiknistofu lífeyrissjóða, eru í sambandi við tæknimenn hjá Stólpa og Bókað. Verið er að vinna að lausn málsins. Væntanlega leysist málið næstu daga. Við biðjum launagreiðendur sem lenda í vandræðum við innsendingu skilagreina um að reyna aftur að senda inn skilagreinar til Stapa seinna í dag eða eftir helgi.
Uppfært 12.1.2026
Skv. upplýsingum frá Reiknastofu Lífeyrissjóða á móttaka skilagreina að vera komin í lag þannig að nú á að vera hægt að senda inn rafænar skilagreinar úr bókhaldskerfunum Stólpa og Bókað.