Upplýsingabréf séreignardeildar til sjóðfélaga 60 ára og eldri

Séreignardeild Stapa hefur síðustu daga sent upplýsingar um inneign sem er laus til útgreiðslu til sjóðfélaga sem eru 60 ára eða eldri.

Umsóknir má finna á vefsvæði sjóðsins undir Umsóknir, bæði rafrænar og til útprentunar. Umsóknir sem berast sjóðnum fyrir 15. dag mánaðar koma til greiðslu í lok umsóknarmánaðar.

Á heimasíðu sjóðsins má finna frekari upplýsingar um séreign, m.a. reglur um útborgun, ávöxtun o.fl.