Undirhlíð til sölu á almennum markaði

Stapi hefur nú sett allar íbúðir í eigu sjóðsins við Undirhlíð 1 á Akureyri til sölu á almennum markaði.

Um er að ræða nýbyggt 35 íbúða fjöleignarhús á fimm hæðum, auk kjallara og bílageymslu með 29 stæðum. Byggingaverktaki fjöleignarhússins var SS Byggir ehf. Íbúðirnar eru á bilinu 60 - 146 m2, en flestar þeirra á bilinu 60 - 82 m2. Á hæðum 1 – 4 eru alls 31 tveggja og þriggja herbergja íbúðir, en á hæð fimm eru fjórar stærri íbúðir, u.þ.b. 128-145 m2.

Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við eftirfarandi fasteignasölur sem annast sölu á íbúðunum. Allar nánari upplýsingar um íbúðirnar og söluverð má nálgast hjá þeim.

Byggð fasteignasala s. 464-9955.

Hvammur eignamiðlun s. 466-1600.