Rafrænar umsóknir um sjóðfélagalán

Nú er hægt að sækja um sjóðfélagalán hjá Stapa á einfaldan hátt með rafrænum skilríkjum í síma. Þetta er örugg og skilvirk leið sem er liður í aukinni þjónustu við sjóðfélaga. Nánast öll gagnaöflun vegna greiðslumats verður jafnframt rafræn þegar sótt er um lán með þessum hætti.

Lánsrétt eiga sjóðfélagar sem uppfylla eitt eða fleiri af neðangreindum skilyrðum:

  • Hafa greitt síðustu 3 mánuði til samtryggingardeildar
  • Hafa greitt síðust 12 mánuði til séreignardeildar.
  • Eru lífeyrisþegar hjá sjóðnum.

Auk þess þurfa sjóðfélagar að uppfylla önnur skilyrði lánareglna. 

Nánari upplysingar um sjóðfélagalán er að finna á lánavef sjóðsins en fyrirspurnir má senda á lan@stapi.is