Tímabundnar breytingar vegna læknisvottorða

Í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem er nú í samfélaginu vegna Covid-19 faraldursins hefur Stapi lífeyrissjóður orðið við ósk Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) um að beina sjóðfélögum ekki til heimilislækna vegna læknisvottorða á næstunni. Ákvörðunin er tekin til létta álagi á heilsugæsluna sem er nú þegar orðið mjög mikið vegna áðurnefnds faraldurs.

Sjóðfélagar sem ekki hafa skilað inn læknisvottorði vegna örorkuumsóknar eða endurmats eru hvattir til að bíða eftir að trúnaðarlæknir sjóðsins hafi samband símleiðis. Trúnaðarlæknir sjóðsins mun í framhaldi símtals taka ákvörðun varðandi örorkumat og senda til sjóðsins.

Ef sjóðfélagi hefur breytt um símanúmer nýlega eða ef einhverjar spurningar vakna er þeim bent á að hafa við sjóðinn með tölvupósti á lifeyrir@stapi.is.