Starfslokanámskeið á Austurlandi

Starfslokanámskeið verður haldið á Egilsstöðum og Reyðarfirði dagana 20.-21. febrúar. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Austurbrú, Afl starfsgreinafélag, VR, Heilbrigðisstofnun Austurlands og sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað.

Jóna Finndís Jónsdóttir forstöðumaður réttindasviðs Stapa mun fjalla um lífeyrissmál á námskeiðinu sem fer fram á eftirtöldum stöðum:

Hlymsdölum Egilsstöðum, báða dagana kl.16:30-19:30 
Fróðleiksmolanum Reyðarfirði, báða dagana kl. 16-19:30

Námskeiðið hefur það að markmiði að auðvelda breytingu á lífsháttum samhliða starfslokum. 

Dagskrá:

  • Andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna
  • Lífeyrissjóðsmál
  • Almannatryggingar
  • Heilsueflandi fyrirlestur
  • Hvað er í boði fyrir eldri borgara á svæðinu?

Allir eru velkomnir á námskeiðið en það er án endurgjalds.

Skráning á stapi@stapi.is eða í síma 460-4500.