Stapi býður sjóðfélögum ný lán

Stapi lífeyrissjóður hefur breytt fyrirkomulagi sjóðfélagalána sem áður voru afgreidd í samstarfi við lánastofnanir. Lánareglur sjóðsins hafa verið endurskoðaðar og býðst nú hærra hámarkslán og lánshlutfall en áður auk þess sem núna er hægt að velja á milli fastra eða breytilegra verðtryggðra vaxta. Lántökugjald verður föst fjárhæð óháð lánsfjárhæð, 50.000 kr.

Lánsrétt eiga sjóðfélagar sem greiða eða hafa greitt til samtryggingar- eða séreignardeildar Stapa. Lántakar og veð skulu einnig uppfylla önnur skilyrði lánareglna. Sjóðfélagar með eldri lán frá Stapa býðst að endurfjármagna lán sín hjá Stapa án lántökukostnaðar, uppfylli þeir skilyrði lánareglna sjóðsins.

Ágústa Hrönn Kristinsdóttir starfsmaður lánadeildar sér um umsýslu og upplýsingagjöf vegna lánveitinga sjóðsins.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á lan@stapi.is eða hafa samband í s. 460-4500.