Skrifstofur Stapa opna að nýju

Skrifstofur Stapa á Akureyri og í Neskaupstað opna aftur fyrir heimsóknir mánudaginn 31. janúar. Við hvetjum áfram til þess að þeir sem eiga erindi við sjóðinn nýti rafrænar lausnir á vefnum og símtöl þegar hægt er.

Við gætum þess að fara eftir neðangreindum leiðbeiningum:

  • Vera með andlitsgrímu.
  • Virða 1 metra regluna. 
  • Sinna handþvotti og spritta á okkur hendur þegar inn er komið.
  • Þeir sem finna fyrir einkennum Covid-19, bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku eða eru í einangrun vegna veirunnar eru beðnir um að koma ekki á skrifstofur okkar.
  • Einstaklingar í smitgát eru beðnir um að sýna sérstaka varkárni.

Við hvetjum til þess að þeir sem eiga erindi við sjóðinn nýti áfram neðangreindar þjónustuleiðir:

  • Sjóðfélagavefur
    Á sjóðfélagavef er hægt að finna allar upplýsingar um réttindi sjóðfélaga, iðgjaldagreiðslur, stöðu lána, sjóðfélagayfirlit o.fl.

  • Launagreiðendavefur
    Launagreiðendur finna allar upplýsingar um iðgjaldaskil til sjóðsins á launagreiðendavef.

  • Umsóknir
    Allar umsóknir sjóðsins er að finna á umsóknarvef. Hægt er að skila inn öllum umsóknum með rafrænum skilríkum. Fyrirspurnir vegna sjóðfélagalána má senda í tölvupósti á netfangið lan@stapi.is. Gögn til undirritunar sendir sjóðurinn í ábyrgðarpósti.

  • Símaþjónusta og tölvupóstur
    Hægt er að senda fyrirspurnir til sjóðsins í tölvupósti á stapi@stapi.is. Fyrirspurnir vegna sjóðfélagalána má senda í tölvupósti á netfangið lan@stapi.is. Símaþjónusta er alla virka daga frá kl. 9:00-12:30 og 13:00-15:00 í síma 460-4500.