Sjóðfélagayfirlit færast á vefinn

Nú einföldum við við birtingu sjóðfélagayfirlita þar sem meginreglan verður rafræn birting á sjóðfélagavef í stað útsendingar í almennum bréfapósti. Þessi breyting er gerð í kjölfar lagabreytingar þar sem lífeyrissjóðum er heimilað að birta yfirlitin með rafrænum hætti.

Síðasta almenna dreifing sjóðfélagayfirlita í bréfapósti var í maí síðastliðnum en með yfirlitinu fylgdi upplýsingablað um breytinguna. Þar kemur m.a. fram að:

Á sjóðfélagavef er alltaf hægt að fylgjast með greiddum iðgjöldum og áunnum réttindum. Þar er einnig að finna áður útsend sjóðfélagayfirlit.

    • Yfirlitin eru birt undir Skjöl á sjóðfélagavef Stapa.
    • Stapi mun áfram birta yfirlitin tvisvar á ári, að vori og hausti.
    • Ef sjóðfélagi er með skráð netfang í Mínar upplýsingar á sjóðfélagavef sendir Stapi tölvupóst til áminningar í hvert sinn sem nýtt yfirlit er sett á vefinn.
    • Sjóðfélagi sem óskar eftir að fá yfirlit áfram í bréfapósti getur gert það undir Mínar upplýsingar á sjóðfélagavef eða haft samband við Stapa. Framkvæmdin verður þannig að allir sjóðfélagar eru skráðir þannig að þeir afþakki pappír. Til að fá yfirlit áfram í bréfapósti þarf að taka út hakið við Afþakka pappír á vefnum.

Á sjóðfélagavef er alltaf hægt að fylgjast með greiddum iðgjöldum, áunnum réttindum og skoða áður útsend sjóðfélagayfirlit.

Stapi minnir á mikilvægi þess að bera saman launaseðla og iðjgaldagreiðslur sem koma fram á sjóðfélagayfirliti. Mikilvægt er að hafa samband við sjóðinn ef iðgjöld vantar frá launagreiðanda. Réttindasjóður byggir á þeim greiðslum sem skila sér til sjóðsins.