Séreignarsparnaður inn á lán - Heimild framlengd

Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna hefur verið framlengd til og með 31. desember 2024

Umsækjendur með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán geta nú óskað eftir því að ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán haldi áfram. Það er gert með því að skrá sig inn á www.leidretting.is og óska eftir að gildistími ráðstöfunar sé framlengdur.

Frestur til að óska eftir áframhaldandi ráðstöfun inn á lán er til og með 30. september 2023, en eftir það gilda umsóknir aðeins frá þeim mánuði þegar þær berast. Ef gildistími umsókna er ekki framlengdur falla umsóknir úr gildi frá og með 1. júlí 2023 og engar frekari greiðslur berast inn á lán.

Þeir sem hafa nýtt sér úrræðið eru hvattir til að fara inn á www.leidretting.is og taka afstöðu til áframhaldandi ráðstöfunar.

Frekari upplýsingar á skattur.is eða í síma 442-1000 og í gegnum netfangið adstod@leidretting.is.

Allar upplýsingar um nýtingu séreignarsparnaðar inn á lán er að finna á vefsíðu Skattsins.