Nýtt yfirlit á vef launagreiðenda

Launagreiðendur sem skráð hafa virk netföng á vef launagreiðenda hafa fengið orðsendingu í tölvupósti þess efnis að nýtt yfirlit vegna iðgjalda er aðgengilegt á vefnum. Yfirlitið nær yfir iðgjöld sem borist hafa sjóðnum frá 1. mars 2025 til 31. ágúst 2025.

Yfirlitin eru eingöngu á rafrænu formi og ekki send út á pappír nema ef sérstaklega er óskað eftir því. Þeir launagreiðendur sem kjósa að fá yfirlit send á pappír geta haft samband við Stapa í síma eða sent inn beiðni á netfangið idgjold@stapi.is.

Launagreiðendur eru jafnframt hvattir til að skrá inn virk netföng á vefninn til að auðvelda upplýsingagjöf.

Nýr launagreiðendavefur

Í tölvupóstinum var einnig tilkynning um að nýr launagreiðendavefur var tekinn í notkun í júní sl. og að eldri útgáfa vefsins, sem hefur verið opin samhliða, verður lokað þann 1. október nk. 

Meðal nýjunga á vefnum er að nú geta launagreiðendur:

  • Tekið út hreyfingayfirlit í excel
  • Sent beiðni um niðurfellingu skilagreina
  • Óskað eftir skuldleysisvottorði
  • Tilkynnt að þeim beri ekki lengur að standa skil á lífeyrisiðgjaldi t.d. ef starfsemi hefur verið hætt eða starfsmenn látið af störfum

Launagreiðendur eru hvattir til að kynna sér vefinn og hika ekki við að senda okkur ábendingar á idgjold@stapi.is.

Umboð og veflyklar

Á launagreiðendavef er hægt að veita öðrum umboð. Einstaklingur með slíkt umboð hefur þannig aðgang að upplýsingum á vefnum með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Hægt er að sækja um veflykil á innskráningarsíðu vefsins. Nánari upplýsingar á vefsíðu sjóðsins.

Vinsamlega hafið samband við sjóðinn ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir.