Nýr starfsmaður í Lánadeild

Í byrjun maí hóf Helga Siguðardóttir störf í Lánadeild Stapa lífeyrissjóðs. Helga mun sinna upplýsingagjöf og afgreiðslu lánamála.

Síðustu fjögur ár hefur hún starfað hjá Íslandsbanka sem ráðgjafi einstaklinga, en áður starfaði Helga sem ráðgjafi í eignastýringu Íslenskra verðbréfa og þjónustufulltrúi hjá Sparisjóði Norðlendinga. Helga lauk BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2007.

Stjórn og starfsfólk Stapa býður Helgu velkomna til starfa.