Nýr launagreiðendavefur tekinn í notkun

Það er afar ánægjulegt að greina frá því að Stapi hefur tekið í notkun nýjan launagreiðendavef með það að markmiði að auka aðgengi að upplýsingum og veita laungreiðendum betri yfirsýn.

Vefurinn er samstarfsverkefni Hugsmiðjunnar, Reiknistofu lífeyrissjóða og þeirra sjóða sem eru meðal eigenda Reiknistofunnar. Hönnun vefsins er sambærileg sjóðfélagavefnum okkar sem var tekinn í notkun haustið 2022. Stapi er fyrsti sjóðurinn sem tekur vefinn í notkun en aðrir sjóðir munu fylgja á eftir á næstu mánuðum.

Nýji vefurinn er áfram í þróun og má m.a. nefna að unnið er að því að hægt verði að taka út yfirlit í excel. Eldri vefur verður opinn samhliða til 1. október næstkomandi þegar honum verður lokað. Launagreiðendur eru hvattir til að kynna sér nýja vefinn og hika ekki við að senda okkur ábendingar á idgjold@stapi.is.