Nýir starfsmenn hjá Stapa

Um áramótin hófu Brynjar Þór Hreinsson og Maríanna Gunnarsdóttir störf hjá Stapa lífeyrissjóði.

Brynjar Þór tók við starfi sjóðstjóra af Óðni Árnasyni. Brynjar Þór hefur undanfarin 13 ár starfað á innlendum fjármálamarkaði, nú síðast sem forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum hf.

Maríanna mun starfa á lífeyrissviði og tekur við starfi Elsu Sifjar Björnsdóttur. Maríanna hefur undanfarin 10 ár starfað hjá Actavis, nú síðast sem sem deildarstjóri innheimtu hjá Medis.

Stjórn og starfsfólk Stapa býður Brynjar Þór og Maríönnu velkomin til starfa og þakkar Óðni og Elsu Sif fyrir samstarfið.